Múla Kría komin með heimili

Múla Kría er komin með heimili hér stutt frá okkur – í Fellabæ                     ???????????????????????????????
Við óskum Mandy, Davíð, Romana og Thor innilega til hamingju
með þessa viðbót við fjölskylduna og vonum að Freyja (labrador)
og kettirnir tveir verði sáttir við Kríu.

Væntanlegt got

Þessi flottu hundar eiga von á hvolpum seinni                                               IMG_0601
partinn í október 2014.
Bless Zoe for Star´n Nordica og Kristari´s Atlas
Þau eru bæði innflutt frá mjög flottum ræktunum,
Zoe frá Ungverjalandi og Atlas frá U.S.A.
Zoe og Atlas hefur gengið vel á sýningum og fengu
þau bæði Íslenskt meistarastig og rec Cacib á
síðustu sýningu.
Þau eru bæði drjúgir sleðahundar og skemmtilegir
karektarar.
Zoe og Atlas eru bæði með hrein augu og A mjaðmir

Öll g0t Múlaræktunar uppfylla ræktunarkröfur HRFÍ og
Huskydeildar HRFÍ.

Septembersýning HRFÍ 2014

Góð sýningarhelgi að baki.
???????????????????????????????Þrír Múlahundar voru sýndir:
Múla Ice Kiaro, ex, 3.sæti í opnum,
Múla Tara, ex, 4 sæti í opnum (12)
Múla Hríma vann meistarafl. og varð besta tík tegundar
Kristari´s Atlas, ex, CK, vann opna flokkinn, 2. besti rakki
tegundar með íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt.
Bless Zoe for Star in Nordica, ex, CK, vann opna flokkinn (12)
3.besta tík tegundar með íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt

???????????????????????????????

 

1. got Múlaræktunar 8 ára í dag

Í dag eru 8 ár síðan 7 gull undan Romu og Eld litu dagsins ljós                   berg og Aska prins
Þetta got var algjört gullgot 5 hundar úr gotinu hafa gert það
gott á sýningum og nokkur hafa staðið sig vel í sleðahundasportinu
Það hefur heldur betur fækkað í þessum hóp og eru aðeins
Prins, Aska og Berg lifandi.  Hin fjögur Blanco, Ynja, Snót og Gringó hafa kvatt þennan heim.

Við erum svo heppin að hafa Berg og Ösku hjá okkur á
Gunnlaugsstöðum, en sendum Prins og fjölskyldu hans
innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Múla Kría leitar að heimili

Hún Múla Kría er um margt einstök.  Hún er einbirni.                                          IMG_0518

Hún hefur aldrei pissað eða kúkað inni síðan hún komst
úr gotkassanum.
Hún er einstaklega fljót að læra og hlýðin, blíð og góð.
En hún er líka orkumikil og skemmtilegt skott.
Vegna sérstakra aðstæðna leitar Kría að góðu heimili
Hún er tilbúin til afhendingar, hún er fædd 2.maí sl.
Hún er gríðalega vel ættuð, fullbólusett, heilsfufarsskoðuð
og að sjálfsögðu með ættbók frá HRFÍ
Verð kr. 100.000
Fleiri myndir af henni á myndasíðu gotsins.

Ormsteiti – fegurðarsamkeppni gæludýra

Eldur tók í dag þátt í fegurðarsamkeppni gæludýra á Héraðshátíðinni                       ???????????????????????????????
Ormsteiti með Matthildi vinkonu sinni.  Þau stóðu sig frábærlega.
Matthildur var spurð hvað væri það besta við Eld.  Hún svaraði
án umhugsunar að hann væri svo barngóður og svo hlýðinn.
Hlýddi henni alltaf.

5 ára afmæli 28. júlí sl.

Þessi flotti hópur varð 5 ára 28.júlí sl. – ótrúlegt en satt.                       afmælishvolpar
Fyrsta gotið hennar elsku Ösku okkar – 8 gullmolar.
Við óskum Bruna, Móra, Yasmine (Ronja), Jökli, Hrímu
og Frosta og eigendum þeirra innilega til hamingju með daginn.
Glóð og Funi blessaður karlinn hafa kvatt þennan heim.

Got Töru og Atlasar eins árs

Í dag eru gullin þeirra Töru og Atlasar eins árs.                                                     eins árs afmæli
Við óskum Múla Duchess, Múla Ice White Thunder, Múla
Star, Múla Körmu, Múla Fenri og Múla Merlin (Ódn og
eigendum þeirra innilega til hamingju með daginn
Góðar kveðjur frá mönnum og hundum hjá Múlaræktun

Múla Hríma – alþjóðlegur meistari

Múla Hríma er fyrsti Íslandsræktaði huskyinn til að verða alþjóðlegur meistari.       hrima
Það tekur reyndar einhvern tíma að útbúa skjalið.
En þegar það er búið þá verður Hríma C.I.B/ISCH RW 14.
Það vekur furðu okkar að HRFÍ og Huskydeild skuli gefa það
rangar upplýsingar að Hríma var í raun komin með 6 CABIB
stig í stað 4ra, þega hún fékk heimild til að sækja um
alþjóðlega meistaratitilinn.

Við erum auðvitað afar stolt af Hrímu og óskum Olgu og
Halla innilega til hamingju með enn einn áfangann.
Hríma er ótrúleg tík sem á frábæra eigendur.

Sumarsýningar HRFÍ 2014

Um síðustu helgi voru tvær útisýningar hjá HRFÍ                                                      IMG_0340
Að þessu sinnu voru bara 3 Múlahundar sýndir:
Múla Karma í ungliðum, fékk very good báða dagana
en góða dóma.
Múla Tara í opnum fékk very good báða dagana,
mjög skrýtinn dóm fyrri daginn en góðan dóm
á sunnudeginum.
Bless Zoe for Star´n Nordica var einnig sýnd í
opnum flokki og fékk excellent báða dagana, varð
í 4.sæti  á laugardeginum en vann opna flokkinn á
sunnudeginum og fékk meistaraefni.
Múla Hríma var Reykjavik winner á laugardeginum
og í 2. sæti í grúbbu.
Hún vann einnig tegundina á sunnudeginum, fékk
sitt síðasta Cacib og er því orðin alþjóðlegur meistari.
Hún vann svo grúbbuna en fékk ekki sæti í úrslitum.
Algjör gullmoli þessi tík

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir