Fyrra got Kancuks og Ösku á afmæli í dag.
Got Rómu og Storms 7 ára í dag.
Múla Yazmine (Ronja) leitar að nýju heimili
Þetta er hún Ronja, er að leita að góðu heimili fyrir hana,
get því miður ekki haft hana, er í vaktavinnu, hef haft pössun
fyrir hana á meðan en núna er vinnan orðin of mikil.
En Ronja er yndisleg í alla staði barngóð og hlýðin, aldrei verið
neitt vesen með hana í kringum aðra hunda.
Hún fer bara á heimili sem hefur tíma fyrir hana endilega hafið
samband í einka skilaboð á facebook ef þið hafið áhuga
Bjarki Egilsson
Bjarki@hs.is sími 8559331
ættbók
http://www.spisshundar.com/mulayasmine.htm
Got Romu og Vinds 6 ára í dag
6 ára í dag
Mývatn 2015 frh. sunnudagur
10 km sleði með 4-6 hunda
3.sæti Orri með Hrímu
10 km sleði með 2-3 hunda
1.sæti Magnús með Kiaro og Tind
2 km skijoring með 1 hund konur
1.sæti Klara með Tý
2.sæti Guðrún með Atlas
2 km skijoring með 1 hund karlar
1.sæti Sæmi með Elvis
3.sæti Magnús með Tind
2 km skijoring unglinga 10-18 ára
2.sæti Sóllilja með Kolku
Spyrna 500 m, sleði með 2 hunda
1.sæti Erlend með Tind og Kiaro
3.sæti Veigar með Sögu og Fenri
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 2015
Múlahundar voru mjög sigursælir á Mývatni þetta árið.
Þeir voru í verðlaunasætum í öllum greinum mótsins.
ath. ég nefni bara Múlahundana
Laugardagur:
5 km sleði með 3-4 hunda: 1.sæti Olga með Hrímu
5 km sleði með 2 hunda: 1.sæti Jill með Tind og Kiaro
og 3.sætið Hjördís með Berg og Kolku
5 km sleði með 2 hunda unglingar 16-18 ára
1. sæti Veigar Þór með Fenri og Sögu
5 km sleði með 2 hunda unglingar 12-15 ára
3. sæti Sóllilja með Zoe og Töru
5 km skijoring með tvo hunda, konur
3.sæti Guðrún með Atlas og Þrumu
5 km skijoring með tvo hunda, karlar
1.sæti Sæmi með Tý og Elvis
3.sæti Halli með Hrímu
4.sæti Magnús með Kiaro
1 km sleði með 1 hund 11-14 ára
1.sæti Erlend með Tind
1 km sleði með 1 hund 6-10 ára
1.sæti Silja með Tý
2.sæti Magnea með Fenri
3.sæti Emma með Elvis
Stigahæsti Múlahundur 2014
Eins og undanfarin ár höldum við utan um árangur
Múlahunda, í keppnum, á sýningum og fl.
Að þessu sinni var Múla Hríma lang stigahæst enda
varð hún best in show á febrúarsýningu ásamt því að
vinna góða sigra í keppnum. Hrima var með 77 stig.
Næst að stigum var Rökkva með 19 stig, síðan var Týr,
Elvis, Kiaro og Þruma.
Alls fengu 16 hundar stig í þessum leik Múlaræktunar.
Hér er Hjördís að afhenda Hrímu og eigendum hennar
Olgu og Halla verðskuldaðan bikar.
Husky í Mývatnssveit
Múlaræktun er í tilraunaverkefni með Geo Travel í Mývatnssveit
þessa dagana. Við erum með 5 fullorðna hunda, þrjár
kynslóðir og einnig 2 tæplega 4ra mán. hvolpa.
Fáum einnig lánshunda ef við teljum okkur þurfa þess.
Við bjóðum fólki upp á að: hitta hundana og segjum frá þeim,
gerast kúskur part úr degi og annað sem fólk hefur áhuga á.
Höfum einnig fundið fyrir miklum áhuga ljósmyndara, sem
eru á svæðinu, á að taka myndir af hundunum.
Þetta hefur gengið vel þessa fáu daga og vonandi verður í
framtíðinni huskybúgarður í Mývatnssveit.
Myndin á síðunni er tekin af stúlku að nafni Jahel Guerra
Roa, hún er ljósmyndari frá Venesúela og býr í London
Þarna er Sæmi að æfa þrjá af hundunum.