Fyrra got Kancuks og Ösku á afmæli í dag.

Þessi fallegi hópur er 4ra ára í dag                                                   afmæli29.mars
Við óskum Löru Croft, Þrumu, Eldi og Töru og
eigendum innilega til hamingju með afmælið.
Við munum dekra við Töru og Þrumu og þær
byrja á sunnudagsgöngu FFF með mömmu.

Got Rómu og Storms 7 ára í dag.

þessi fallegi hópur er 7 ára í dag, 3.got á Gunnlaugsstöðum undan Rómu og Stormi.                      romaogStormur
Við óskum Torres, Garra, Alösku, Goða og Kristal Fönn og eigendum þeirra innilega
til hamingju með daginn. Hvert fór tíminn?

Múla Yazmine (Ronja) leitar að nýju heimili

Þetta er hún Ronja, er að leita að góðu heimili fyrir hana,                               Yazmine
get því miður ekki haft hana, er í vaktavinnu, hef haft pössun
fyrir hana á meðan en núna er vinnan orðin of mikil.
En Ronja er yndisleg í alla staði barngóð og hlýðin, aldrei verið
neitt vesen með hana í kringum aðra hunda.
Hún fer bara á heimili sem hefur tíma fyrir hana endilega hafið
samband í einka skilaboð á facebook ef þið hafið áhuga
Bjarki Egilsson
Bjarki@hs.is sími 8559331

ættbók
http://www.spisshundar.com/mulayasmine.htm

Got Romu og Vinds 6 ára í dag

Þessi fallegi hópur unda Rómu og Vind eru 6 ára í dag.     hvolpar mars 09 446

Við óskum Gæfu, Golu, Freyju, Ivani, Æsi og Kodu og
eigendum þeirra innilega til hamingju með afmælið.
Ekki spurning að það verður dekrað við þau öll í dag.

6 ára í dag

týr rökkvi
Þessir tveir fallegu rakkar Múla Rökkvi og Múla Týr eru 6 ára í dag.
Við óskum þeim og eigendum þeirra innilega til hamingju
með afmælið

 

Mývatn 2015 frh. sunnudagur

10 km sleði með 4-6 hunda                                                                               IMG_1358
3.sæti Orri með Hrímu
10 km sleði með 2-3 hunda
1.sæti Magnús með Kiaro og Tind
2 km skijoring með 1 hund konur
1.sæti Klara með Tý
2.sæti Guðrún með Atlas
2 km skijoring með 1 hund karlar
1.sæti Sæmi með Elvis
3.sæti Magnús með Tind
2 km skijoring unglinga 10-18 ára
2.sæti Sóllilja með Kolku
Spyrna 500 m, sleði með 2 hunda
1.sæti Erlend með Tind og Kiaro
3.sæti Veigar með Sögu og Fenri

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 2015

Múlahundar voru mjög sigursælir á Mývatni þetta árið.                                     10911284_10206094539267363_1791694002040239193_o

Þeir voru í verðlaunasætum í öllum greinum mótsins.
ath. ég nefni bara Múlahundana
Laugardagur:
5 km sleði með 3-4 hunda: 1.sæti Olga með Hrímu
5 km sleði með 2 hunda: 1.sæti Jill með Tind og Kiaro
og 3.sætið Hjördís með Berg og Kolku
5 km sleði með 2 hunda unglingar 16-18 ára
1. sæti Veigar Þór með Fenri og Sögu
5 km sleði með 2 hunda unglingar 12-15 ára
3. sæti Sóllilja með Zoe og Töru
5 km skijoring með tvo hunda, konur
3.sæti Guðrún með Atlas og Þrumu
5 km skijoring með tvo hunda, karlar
1.sæti Sæmi með Tý og Elvis
3.sæti Halli með Hrímu
4.sæti Magnús með Kiaro
1 km sleði með 1 hund 11-14 ára
1.sæti Erlend með Tind
1 km sleði með 1 hund 6-10 ára
1.sæti Silja með Tý
2.sæti Magnea með Fenri
3.sæti Emma með Elvis

Stigahæsti Múlahundur 2014

Eins og undanfarin ár höldum við utan um árangur                              ???????????????????????????????
Múlahunda, í keppnum, á sýningum og fl.
Að þessu sinni var Múla Hríma lang stigahæst enda
varð hún best in show á febrúarsýningu ásamt því að
vinna góða sigra í keppnum. Hrima var með 77 stig.
Næst að stigum var Rökkva með 19 stig, síðan var Týr,
Elvis, Kiaro og Þruma.
Alls fengu 16 hundar stig í þessum leik Múlaræktunar.
Hér er Hjördís að afhenda Hrímu og eigendum hennar
Olgu og Halla verðskuldaðan bikar.

Husky í Mývatnssveit

Múlaræktun er í tilraunaverkefni með Geo Travel í Mývatnssveit                              unnamed
þessa dagana. Við erum með 5 fullorðna hunda, þrjár
kynslóðir og einnig 2 tæplega 4ra mán. hvolpa.
Fáum einnig lánshunda ef við teljum okkur þurfa þess.
Við bjóðum fólki upp á að: hitta hundana og segjum frá þeim,
gerast kúskur part úr degi og annað sem fólk hefur áhuga á.
Höfum einnig fundið fyrir miklum áhuga ljósmyndara, sem
eru á svæðinu, á að taka myndir af hundunum.
Þetta hefur gengið vel þessa fáu daga og vonandi verður í
framtíðinni huskybúgarður í Mývatnssveit.
Myndin á síðunni er tekin af stúlku að nafni Jahel Guerra
Roa, hún er ljósmyndari frá Venesúela og býr í London
Þarna er Sæmi að æfa þrjá af hundunum.

Huskyhvolpar til sölu á góð heimili

Þessar fallegu tíkur undan Bless Zoe for Star´n Nordica                   IMG_0318 - Copy
og Kristari´s Atlas eru til sölu á góð heimili.
Þær eru 11 vikna í dag
Nánari upplýsingar í „got“ hér á síðunni
Myndir af hundum í ættbók þeirra og þeim sjálfum
í albúmi gotsins í „myndir“ hér á síðunni

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir