Afmæli síðasta gots Rómu

Ótrúlegt að þessi flotti hópur undan Rómu og Vind     hvolpar apríl 2009 1203
séu orðin 9 ára öldungar.
Til hamingju með afmælið Gæfa, Gola, Freyja, Ivan,
Æsir og Koda og eigendur þeirra.
Spes knús frá okkur öllum á Gunnlaugsstöðum.

Mývatn 2018

Þá er lokið Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs     28699090_10156158425645396_8253670955947499165_o (1)
Íslands í sleðakeppni og skijoring þetta árið.
Að þessu sinni tóku 26 Múlahundar þátt og voru í
verðlaunasætum í flestum greinum.
Yndisleg helgi í góðum félagsskap manna og hunda
Á myndinni má sjá Þór Sæmundsson, yngsta keppandann
að þessu sinni, með hundinn sinn hann Múla Frosta

9 ára afmæli

Þessir fallegu hvolpar áttu 9 ára afmæli í gær.                     Rökkvi og Týr
Við óskum Tý og Rökkva og eigendum þeirra til
hamingju með afmælið.
Knús og kossar frá okkur hjá Múlaræktun.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 9.-10.mars 2018

Minnum á Mývatnsmótið 2018                                                       26951775_1854884417855433_4427661051821185321_o
Allar frekari upplýsingar á www.sledahundar.is
Hvetjum fólk til að mæta og fylgjast með
Allir velkomnir

Nóvembersýning 2017

Gleymdist alltaf að setja fréttir vegna nóv. sýn.HRF’I         IMG_7119
Fáir Múlahundar sýndir.  Ég hafði skráð 4 en það var
ófært á Heiði þar sem 3 af þeim voru.
Gígur ex. 3.sæti í meistaraflokki, Týr ex 2.sæti í öldung
Þruma ex. 1.sæti í opnum ck. 3.besta tík með íslenskt
meistarastig. Loksins orðin Íslenskur meistari.
Myrkva ex.

Síðasta got Mjallar og Berg 7 ára í dag

Askur, Rökkva, Elvís og Móses eru 7 ára í dag                 afmaelismynd
Við óskum þeim og eigendum þeirra innilega
til hamingju með afmælið.
Við erum svo heppin að hafa Elvis í heimsókn
og gátum dekrað við hann í dag.

 

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejoring og canicross

Það var þáttökumet í mótinu sem haldið            22730287_1665078873523122_4934868828718808819_n
23.sept.sl. Það tóku þó nokkrir Múlahundar
þátt eða: Koda, Rökkva, Tindur, Inari,
Denali, Gígur og Klettur.  Einnig Zoe okkar.
Við erum svo ánægð þegar fólk er duglegt
í sportinu.  Ein skemmtileg mynd frá mótinu.

3ja ára prinsessur

Í gær 26.október urðu prinsessurnar undan Zoe      Zoe hvolpar
og Atlasi 3ja ára.  Við óskum Máneyju, Inari,
Denali, Eldingu og Bínu og eigendum þeirra
innilega til hamingju með afmælið.
Það hefur pottþétt verið dekrað við þær.

Múla Gígur og Múla Myrkva 3ja ára

Leynigestirnir hennar Töru þau Gígur og Myrkva     IMG_0552
eru þriggja ára í dag 24.okt.
Við óskum þeim og eigendum þeirra innilega til
hamingju með afmælið
Vitum að það verður dekrað við þau

Septembersýning HRFÍ

Allir Múlahundar fengu excellent nema Myrkva.           IMG_0362
Fenrir var sýndur í fyrsta sinn og gékk vel.
Gígur var í 2.sæti í meistaraflokki og 3.besti rakkinn
Þruma var í 2.sæti í opnum flokki og 3.besta tík
Perla var í 3.sæti í opnum flokki og 4. best tík
Tara var í 4. sæti í opnum flokki
Zoe var í 2. sæti í meistaraflokki en fékk ekki áfram
Það var engin góð í hringnum af Gíg eða Þrumu
þannig ég læt bara mynd af Perlu.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir