Afmæli í maí 2020
27.maí átti seinna got Ösku og Kanucks 8 ára afmæli
Yndislegir öldungar öll sömul.
Ég óska Móru, Frigg, Sögu og Kiraro og eigendum
þeirra innilega til hamingju með daginn.
Knús til eigenda Kolku sem dó fyrr á þessu ári.
Ég veit ekki hvort Akva er lifandi en hún flutti
erlendis með eigendum sínum.
_________________________________________________________________________
11.maí 2020 urðu gullin undan Perlu og Krapa 2ja ára
Fallegur hópur og gaman af því að það komu 3 hvítir.
Ég óska Kalda, Frosta, Kul, Völvu og Loka og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.
Snær býr hjá mér og það var dekrað við hann á afmælis
daginn.
Afmæli í apríl 2020
Bless Zoe For Star in Nordica „Zoe“ varð 8 ára
öldungur 19.apríl 2020
Hún nýtur lífsins á Gunnlaugsstöðum með
dóttur sinni henni Perlu og ömmustráknum
honum Snæ.
Zoe þrífur ennþá eyrun á Perlu og veit ekkert
betra en að fá að vera í eldhúsinu þegar verið
er að stússast í mat.
_______________________________________________________
26. apríl áttu gullmolarnir undan Töru og Reyk
2ja ára afmæli.
Við óskum Jökli, Nótt, Klaka, Hélu. Jaka og Loga og
eigendum þeirra innilega til hamingju með afmælið.
Þessir flottu hundar eru úr síðasta gotinu hennar
Töru okkar.
Hún hefur verið frábær ræktunartík og margir fallegir
hundar undan henni.
Afmæli í mars 2020
Mars er mikill afmælismánuður hjá Múlaræktun:
14.mars urðu þessir fallegu rakkar Týr og Rökkvi
undan Mjöll og Berg 11 ára
Sendum þeim og eigendunum síðbúnar afmæliskveðjur
_________________________________________________
20.mars áttu þessir fallegu öldungar undan Romu og Vind
11 ára afmæli.
Myndin var tekin fyrir ári síðan þegar þau urðu 10 ára.
Ég held að þetta got sé elsta husky got á Íslandi þar sem
allir eru lifandi.
Hamingjuóskir til Gæfu, Golu, Freyju, Ivans, Æsis og Kodu
og eigenda þeirra.
___________________________________________________________________________
24.mars urðu þessir höfðingjar 12 ára
Við óskum Garra og Goða og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.
______________________________________________________________________________
29.mars sl áttu Tara, Þruma og Eldur undan Ösku og
Kanuck 9 ára afmæli. Ég á þær systur og það hefur
yndislegt að fylgjast með þeim í gegnum árin. Þær
eru mjög ólíkar en miklar vinkonur.
Til hamingju með 9 árin Tara, Þruma og Eldur.
_______________________________________________________________________________
Múlahundur ársins 2019
Eins og margir vita höfum við Steini gefið
Múlahundum stig fyrir árangur í keppnum
á sýningum og ýmsu fleira, t.d. árangur í
hlýðniprófum.
Í ár var það snillingurinn hann Múla Kaldi
sem er með flest stig, og sló stigametið okkar
þrátt fyrir að hafa ekki enn tekið þátt í
keppnum. Hann er með 52 stig.
Innilegar hamingjuóskir með þennan flotta
hund Kalli og Olga. Hann fær bikarinn sinn
á Mývatnsmótinu í vetur.
Winter Wonderland sýning HRFÍ 24.nóv.´19
Unghundar:
1.Múla Jaki ex.ck. besti rakki, íslenskt
meistarastig og Norðurlanda stig. BOS
2.Múla Kaldi ex ck. 2.besti rakki,vara
Norðurlandastig.
3. Múla Jökull ex
Meistaraflokkur:
1. Múla Gígur ex ck 3. besti rakki tegundar:
Unghundaflokkur tíku:
2. Múla Nótt ex ck
3. Múla Mystic Völva ex
Öldungaflokkur tíka
2. Múla Tara ex
Múlaræktun besti ræktunarhópur tegundar,
heiðursverðlaun en ekki sæti í úrslitum
Múlaræktun, Tara með afkvæmi besti
afkvæmahópur tegundar, heiðursverðlaun
og 3.besti afkvæmahópur sunnudagsins.
Afmæli í október 2019
Þann 24.október urðu Múla Gígur og
Múla Myrkva undan Múla Töru og
Kristari´s Atla 5 ára.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og
eigandanna, Þórdísar, Kára og Guðrúnar.
_______________________________________________________________________
Þann 26.október áttu Múla Máney, Múla Inari,
Múla Jakobína Þöll og Múla Magic Moon over
Denali undan Bless Zoe for Star´n Nordica
5 ára afmæli. Innilegar hamingjuóskir til þeirra
og eigandanna
_______________________________________________________________________
Þann 29.október urðu Múla Rökkva, Múla Móses
og Múla Elvis 9 ára undan Mystic Mjöll og Múla
Berg 9 ára. Innilegar hamingjuóskir til þeirra og
eigandanna.
Fyrsta got Múlaræktunar
6.sept. sl. voru 13 ár síðan fyrsta Múlagotið
fæddist. Foreldrarnir voru Heimskauta Nætur
Eldur og Shapali´s remembering Romance
„Roma“. Ég gleymi því aldrei hvað við vorum
ánægð með þennan flotta hóp. Við vorum svo
heppin að eiga Múla Berg og Múla Ösku nánast
allt þeirra líf og Múla Blanco Islandus kom oft
til okkar. Þetta var ótrúlega flott got og átti
góðu gengi að fagna á sýningum. Berg og Blanco
voru tveir af fyrstu 4 Íslenskum meisturum
fæddum á Íslandi.
Nú eru þau öll dáin, Berg minn kvaddi síðastur 11.maí sl.
Afmæli Múla Mystic Perlu
Afmæli í ágúst
Alþjóðleg sýning HRFÍ 25.ágúst 2019
Ungliða rakkar:
1. Múla Kaldi excellent, CK, besti rakki, Íslenskt
meistarastig, besti Junior, Junior stig, BOS,
Orðinn Junior meistari 2.besti Junior sýningar.
2. Múla Mána Jaki exellent, CK, 2.besti rakki teg.
3. Múla Mána Jökull excellent
4. Múla Logi very good
Meistaraflokkur rakkar:
2. Múla Gígur excellent ck
Ungliða tíkur:
2. Múla Nótt excellent
3. Múla Mystic Kul excellent
Múla Mystic Völva very good
Opinn flokkur tíka:
Múla Mystic Perla excellent
Meistaraflokkur tíka:
2. Bless Zoe for Star in Nordica excellent, ck
Öldungaflokkur tíka:
3. Múla Tara excellent
4. Múla Þruma excellent