Gamlar fréttir

Tuesdayinn 14. September 2010 kl: 22:16
Við erum félagar í HRFÍ Öll got Múlaræktunar uppfylla heilsufarskröfur HRFÍ og kröfur sem Spitzhundadeildin setur til að geta mælt með gotum.



Got hjá Múlaræktun
Mondayinn 30. August 2010 kl: 21:41

Verðum með got undan Berg og Mjöll í endan október. Verðum síðan með got undan Ösku fyrri hluta árs 2011. Áhugasamir hafi samband í hjordis@inni.is eða í síma 557 7241 og 899 5241.




Ágústsýning HRFÍ
Mondayinn 30. August 2010 kl: 21:39

Öllum Múlahundum gékk vel á sýningunni. Berg fékk sitt 3.CACIB og vann rakkana, Hríma fékk sitt 2.Íslenska meistarastig og var 2.besta tík, Ynja fékk vara CACIB og var 3. best tík og Aska var 4.besta tík. Mjöll fékk excellent.




Hundaheimsóknir
Fridayinn 20. August 2010 kl: 21:22

Við höfum fengið mikið af hundaheimsóknum í sumar,mest Múlahunda að sjálfsögðu en líka aðra, ótrúlega gaman. Myndir í Hundamyndir 2010.




Hvolpar undan Berg
Saturdayinn 17. July 2010 kl: 21:48

Meistarinn okkar hann Múla Berg eignaðist 5 hvolpa 12.júlí með Hulduheims Eld Gyðju. 2 rakkar og 3 tíkur. Berg er rosalega montinn með þetta.




Heimssýningin
Wednesdayinn 30. June 2010 kl: 22:14

Múla Blanco varð í 2.sæti í opnum flokki á WDS í Danmörku laugardaginn 26.júní sl. Flottur árangur það Hrafna \“systir\“ hans varð í 3.sæti tíka í hvolpaflokki aðeins 6 mán. og 2ja daga gömul




Sumarsýning HRFÍ
Sundayinn 06. June 2010 kl: 18:22

Múlaræktun var með besta ræktunarhóp dagsins, umsögnin var: An Excellent group of three very high quality individuals. They all have so many of the important breed points. Ex. movers. The breeder is doing a great job.




Sumarsýning HRFÍ
Sundayinn 06. June 2010 kl: 18:17

Berg var besti rakki tegundar og er orðinn Íslandsmeistari. Hríma var besti hundur tegundar og Aska vann opna flokkinn. Hríma varð svo í 2. sæti í grúbbu.




Augnskoðun
Sundayinn 06. June 2010 kl: 18:15

Bresi, Alaska, Gola, Freyja, Ívan, Koda, Týr, Bruni og Funi fóru öll í augnskoðun um helgina og eru með hrein og fín augu. Við erum auðvitað alsæl með það




Augnskoðun
Sundayinn 06. June 2010 kl: 18:14

Bresi, Alaska, Gola, Freyja, Ívan, Koda, Týr, Bruni og Funi fóru öll í augnskoðun um helgina og eru með hrein og fín augu. Við erum auðvitað alsæl með það




Væntanleg got
Mondayinn 24. May 2010 kl: 14:27

Múlaræktun verður með got undan Mjöll og Berg sumar 2010 og undan Ösku og ? í byrjun árs 2011. Áhugasamir hafi samband við okkur í síma eða í tölvupósti, uppl. hér neðar á síðunni.




Blanco á heimssýningu
Sundayinn 09. May 2010 kl: 18:10

Meistari Múla Blanco Islandus verður sýndur á heimssýningunni í Danmörku 24.-27.júní n.k
Okkur finnst þetta afar spennandi og það verður gaman að fylgjast með honum þar. Óskum Blanco og Kollu góðs gengis.




Týr í bronsprófi
Wednesdayinn 21. April 2010 kl: 19:41

Múla-Týr fór um daginn í bronspróf og gerði sér lítið fyrir og rúllaði því upp. Hann fékk 144 stig. Ekki slæmt hjá 1 árs gutta. Til hamingju með hann Pétur, Klara og co. Myndir af kappanum á myndasíðunni okkar




Væntanlegt got
Sundayinn 14. March 2010 kl: 20:48

Múlaræktun verður með got sumarið 2010, pöruð verða Mjöll og Berg. Síðar á árinu eða 2011 verður Aska pöruð, upplýsingar um rakka koma seinna




Sleðastuð á Mývatni
Sundayinn 14. March 2010 kl: 20:45

Um helgina hittust huskyeigendur á Mývatni og kepptu í hinum ýmsu greinum og léku sér.
Skipuleggjendur eiga þakkir skyldar fyrir frábæra helgi. Nokkrar myndir á myndasíðunni okkar.



Sýningarúrslit frh.
Tuesdayinn 02. March 2010 kl: 18:12

Bruni var besti rakki í hvolpaflokki. Týr og Gola bestu ungliðar og Torres besti unghundur. Týr var síðan annar besti rakkinn og Blanco þriðji, Gola var besta tík tegundar og Ynja fjórða besta tík. Ræktunarhópurinn fékk heiðursverðlaun og varð 4.besti ræktunarh.sýn.



Sýningarúrslit
Tuesdayinn 02. March 2010 kl: 18:09

Flestum Múlahundum gékk mjög vel á sýningunni.
Við áttum þrjá bestu rakka og þrjár af fjórum bestu tíkum. Berg var besti hundur tegundar og fékk ísl. og alþjóðl. meistarastig
Aska vann opna flokkinn og var þriðja besta tík.
Mjöll fékk fína dóma




HRF sýning of fl.
Saturdayinn 20. February 2010 kl: 11:16

Husky verður sýndur sunnudaginn 28. febrúar kl. 9.40.
Aðalfundur Spisshundadeildar verður haldinn á skrifstofu HRFÍ kl.19 föstudaginn 26.febrúar.
Við hvetjum alla til að mæta þar.




HRFÍ sýning í febrúar
Wednesdayinn 27. January 2010 kl: 19:23

Nú styttist óðum í sýninguna 27.-28.febr. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 29.jan.
Við reiknum með að a.m.k. 16 Múla hundar verði sýndir. Einnig verður augnskoðun sömu helgi.




Plönuð got
Thursdayinn 07. January 2010 kl: 19:35

Höfum ákveðið eitt got á árinu 2010 og annað 2011. Erum farin að taka á lista. Áhugasamir hafi samband í síma 557 7241 eða á hjordis@inni.is Biðlisti ekki bindandi.




Nýtt ár
Thursdayinn 07. January 2010 kl: 19:32

Árið 2010 byrjar með miklum snjó hér á Gunnlaugsstöðum. Við þurfum oft að ganga niður á þjóðveg til að komast leiðar okkar en hundarnir eru að \“fíla þetta í botn\“. Settum inn nýjar myndir úr snjónum




Jólakveðja
Tuesdayinn 22. December 2009 kl: 19:43

Múlaræktun óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum fyrir árið sem senn kveðjur.




Augnskoðun
Fridayinn 18. December 2009 kl: 19:25

Múla Snót fór í augnskoðun í dag til Dagmarar hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, en hún er nýbúin að fá græjur til skoðunar. Snótin var með hrein og fín augu.




Væntanleg got
Wednesdayinn 09. December 2009 kl: 21:46

Múlaræktun verður með eitt got 2010 og annað 2011. Erum farin að taka á biðlista. Biðlistinn ekki bindandi
Áhugasamir hafi samband í 557 7241 eða hjordis@inni.is




Blanco farinn
Wednesdayinn 09. December 2009 kl: 21:44

Blanco er farinn frá okkur og það er hálftómlegt í kotinu.
Hann ákvað að fara í heimsókn til Neró á Djúpavog og vera þar þangað til mamma hans kemur frá Danmörku.




Skólaskemmtun
Wednesdayinn 02. December 2009 kl: 19:54

Við voru, beðin um að koma í Egilsstaðaskóla 1.des. og segja frá hundunum okkar. Við kynntum fyrst bækling sem einn nemandi hafði gert um Siberian husky og vorum síðan með myndasýningu Krakkarnir voru mjög áhugasamir.




Aska komin heim
Tuesdayinn 01. December 2009 kl: 18:29

Aska kom heim í gær frá Reykjavík, þar sem hún dvaldi í góðu yfirlæti hjá Kodu, Önnu og Gulla. Við þökkum þeim kærlega fyrir pössunina.
Allir hér voða glaðir að vera búnir að fá hana heim aftur




Hittingur á Akureyri
Sundayinn 29. November 2009 kl: 22:17

Eftir augnskoðunina hittum við 5 flotta múla hvolpa. Æðislega gaman. Búin að setja myndir á síðuna.




Augnskoðun
Sundayinn 29. November 2009 kl: 22:16

Fórum í augnskoðun með Eld, Berg og Mjöll. Eld hefur ekkert versnað á tveimur og hálfu ári.
Berg hreinn og fínn og Mjöll með \“beautiful eyes\“ eins og læknir sagði. Sagði reyndar það sama í fyrra




Væntanleg got
Wednesdayinn 28. October 2009 kl: 18:20

Múlaræktun verður með got sumar/haust 2010 og annað 2011. Nánari upplýsingar síðar.
Tökum fólk á biðlista.




Blanco í heimsókn
Thursdayinn 22. October 2009 kl: 20:54

Meistarinn okkar hann Blanco er í heimsókn hjá okkur þessa dagana meðan mamma hans er í skólanum í Danmörku. Það gengur bara vel, þó þeir bræður yggli sig stundum framan í hvorn annan. Blanco hleypur frjáls með afa sínum




Haustsýning HRFÍ
Tuesdayinn 06. October 2009 kl: 17:49

Allir Múlahundarnir fengu excellent og hvolparnir góða umsögn. Berg vann rakkana og fékk íslenskt og alþjóðegt meistarastig. Múlaræktun var valin besti rækstunarhópur laugardagsins.




Hvolpafréttir
Thursdayinn 24. September 2009 kl: 21:26

Nú eru allir hvolparnir búnir að fá ný heimili.
Við óskum Heiðmari og Evu innilega til hamingju með hann Múla-Móra sinn.




Læknisskoðun
Wednesdayinn 23. September 2009 kl: 21:11

Hvolparnir fóru í læknisskoðun í dag og gékk mjög vel. Þeir voru allir án athuga-
semda. Við mjög ánægð. Myndir frá læknisskoðun í albúmi




Hvolpafréttir
Saturdayinn 12. September 2009 kl: 22:58

Nú er aðeins einum rakka óráðstafað á gott heimili. Við óskum Guðbjörgu til hamingju með Funa sinn




Hvolpafréttir
Tuesdayinn 08. September 2009 kl: 23:00

Eigum enn tvo fallega rakka óráðstafað á góð heimili. Áhugasamir hafi samband í síma 557 7241 eða 899 5241.
6 hvolpanna eru búnir að fá falleg nöfn, þ.e. Glóð, Bruni, Yazmine, Jökull, Hríma og Frosti.




1. got 3ja ára
Mondayinn 07. September 2009 kl: 23:55

6. september urðu Prins, Snót, Aska, Ynja, Blanco, Gringo og Berg 3ja ára. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með afmælið og þökkum allar ánægjustundirnar á þessum þremur árum.




Gestagangur
Mondayinn 07. September 2009 kl: 23:43

Fengum marga góða gesti um helgina. Nýjar myndir í hvolpa albúminu og hundaheimsóknum.




Hvolpafréttir
Mondayinn 24. August 2009 kl: 21:15

Gengur vel með hvolpana
Þeir blása út,farnir að borða hvolpafóður.
Enn er tveimur fallegum rökkum óráðstafað.




Afmælissýning HRFÍ
Mondayinn 24. August 2009 kl: 21:13

Allir Múlahundarnir fengu excellent báða dagana. Blanco er orðinn Íslandsmeistari og var í 2.sæti í grúppu 22/8. Koda var annar besti hvolpur sýningar 22/8. Múla hvolparnir unnu sína flokka.




Hvolpafréttir
Wednesdayinn 12. August 2009 kl: 21:02

Allir hvolparnir búnir að opna augun og orðnir svo mannalegir.
Vikuna 15.- 23.ágúst verður tölvupósti ekki svarað, en fyrirspurnum um gotið er svarað í síma 5577241 eða 8995241




Hvolpar
Sundayinn 02. August 2009 kl: 20:53

Hvolparnir dafna vel og Aska er afar góð og dugleg mamma eins og við bjuggumst við




Hvolpar
Tuesdayinn 28. July 2009 kl: 09:26

Aska átti 8 fallega hvolpa í nótt, 5 rakka og 3 tíkur. Öllum heilsast vel enn sem komið er. Myndir koma fljótlega á myndasíðuna




Væntanlegt got
Wednesdayinn 08. July 2009 kl: 23:25

Það styttist óðum í got Múla-Ösku og AMCH Karnovanda´s Alexander Wolf. Aska og Alex eru bæði með A mjaðmir og hrein augu. Þau eru einnig með einstaklega gott geðslag.




Icehusky 2009
Wednesdayinn 08. July 2009 kl: 23:23

Þá er lokið fyrsta landsmóti huskyeigenda
\“Icehusky\“ sem haldið var í Hallormsstað 3.-5. júlí 2009.
Frábær helgi með skemmtilegu fólki
Takk fyrir okkur
Nokkrar myndir þaðan á myndasíðunni okkar




Hundasýning HRFÍ
Sundayinn 28. June 2009 kl: 18:14

Við sýndum enga hunda að þessu sinni en Múlahundunum gékk vel á sýningunni. Torres vann sinn flokk og fékk meistaraefni. Legolas var í öðru sæti í sínum flokki. Blanco vann opna flokkin og var 3.besti rakki og Þruma varð í þriða sæti í sínum flokki.




Væntanlegt got
Tuesdayinn 26. May 2009 kl: 20:02

Í endann júlí 2009.
Múla Aska og AMCH
Karnovanda’s Alexander Wolf. Aska og Alex eru bæði með A mjaðmir og hrein augu. Erum farin að taka á biðlista.




Hvolpafréttir
Mondayinn 18. May 2009 kl: 20:18

Það er orðið heldur tómlegt í kotinu. Allir hvolpar farnir nema Gæfa sem verður hjá okkur í 2 til 3 vikur í viðbót. Vonandi gengur allt vel hjá nýjum eigendum. Enn og aftur til lukku




Hvolpafréttir
Saturdayinn 25. April 2009 kl: 18:43

Nú hafa allir hvolparnir úr báðum gotunum fengið ný heimili og óskum við nýjum eigendum innilega til hamingju með gullmolana sína.
Erum farin að taka á lista fyrir næsta got.




Sumarkveðja
Thursdayinn 23. April 2009 kl: 14:31

Múlaræktun óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Hlökkum til að hitta hóp af husky og eigendum þeirra á Icehuskymótinu í sumar




Hvolpafréttir
Mondayinn 13. April 2009 kl: 19:23

Allir hvolparnir blása út. Á morgun verða Mjallar hvolpar mánaðar gamlir. Nokkrir hvolparnir eru komnir með nöfn.




Hvolpafréttir
Wednesdayinn 01. April 2009 kl: 19:28

Það gengur vel með hvolpahópinn okkar. Mjallar hvolpar eru farnir að leika sér í kassanum og það styttist í að Rómu hvolpar opni augun.




Got Róma og Vindur
Fridayinn 20. March 2009 kl: 23:29

Róma átti 6 hvolpa í dag. Tveir rakkar og fjórar tíkur. Allir hraustir og fallegir.




Got Mjöll og Berg
Saturdayinn 14. March 2009 kl: 17:59

Mjöllin átti 5 spræka hvolpa í dag. Ein tík og 4 rakkar. Allir hraustir og fínir, sjá myndir. Róma gýtur svo á næstu dögum.




Vorsýning HRFÍ
Sundayinn 01. March 2009 kl: 22:09

Múla-Þruma og Múla-Aska fengu excellent og meistaraefni. Þruma vann sinn flokk og Aska var í 2.sæti í opnum flokki. Múla-Berg fékk excellent og var í 4.sæti í opnum flokki. Aðrir Múla hundar sem voru sýndir fengu very good.




Got í mars 2009
Wednesdayinn 11. February 2009 kl: 21:36

Við verðum með 2 got í mars 2009.
1.Múla-Berg/Mystic Mjöll
2.Shapali´s Remembering Romanc(Róma)/Heimskauta Vetrar Vindur.
Múla-Aska mun svo gjóta seinna á árinu 2009
Áhugasamir hafi samband í síma 557 7241 eða hjordis@inni.is




HRFÍ Hundasýning
Wednesdayinn 11. February 2009 kl: 21:33

Siberian Husky verður sýndur sunnudaginn 1. mars kl. 9 að morgni, góðan daginn. Vonumst til að sjá sem flesta þar.




Got 2009
Tuesdayinn 13. January 2009 kl: 17:25

1. Múla-Berg/Mystic Mjöll
2. Shapali´s Remembering Romance (Róma)/Heimskauta Vetrar Vindur.
3. Múla-Aska/??
Erum farin að taka á biðlista




Mjaðmamyndir
Tuesdayinn 13. January 2009 kl: 17:20

Við vorum að fá niðurstöður úr mjaðmamyndum Bergs. Hann er með A A mjaðmir.
Við erum afar ánægð með að allir 5 Múla-hundarnir sem hafa verið myndaðir hafa reynst fríir, þ.e. Prins, Ynja, Blanco, Aska og Berg.




Jólakveðja
Saturdayinn 20. December 2008 kl: 12:20

Múlaræktun óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum árið sem senn kveður.
Bestu kveðjur frá Steina, Hjördísi, Eld, Rómu, Mjöll, Berg, Ösku og Skugga á Gunnlaugsstöðum.




Got á næstunni
Thursdayinn 11. December 2008 kl: 20:31

Erum farin að taka nöfn á biðlista án skuldbindinga.
1. Shapali´s Remembering Romanc (Róma) og Heimskauta Vetrar Vindur
2. Mystic Mjöll og Múla Berg.
3. Múla Aska og ?




Allir komnir heim
Thursdayinn 11. December 2008 kl: 20:28

Nú er Aska komin heim og sest í sólstólinn sinn. Berg líka kominn úr æfingabúðunum. Sem sagt allir hundar komnir heim. Æðislega gaman á Gunnlaugsstöðum




Hundar á ferð og flugi
Fridayinn 21. November 2008 kl: 19:07

Askan okkar hefur verið í góðu yfirlæti hjá Raquelitu undanfarið en er væntanleg heim um næstu helgi;-)
Berg fór í bæinn í dag á dráttarhundanámskeið með Kollu og Sigga og síðan í æfingabúðir í nokkra daga.




Væntanleg got
Fridayinn 31. October 2008 kl: 22:21

Árið 2009 eru plönuð 3 got hjá Múlaræktun.
1.Shapali\’s Remembering Romance (Róma) og Heimskauta Vetrar Vindur.
2.Mysic Mjöll og Múla Berg.
3.Múla Aska og ?




Hundaheimsókn
Wednesdayinn 22. October 2008 kl: 19:19

Hundarnir á Gunnlaugsstöðum fengu óvænta heimsókn í dag. Kíkið á myndir: Ýmsar hundamyndir.




Augnskoðun
Saturdayinn 11. October 2008 kl: 16:23

Allir Múla hundarnir sem fóru í augnskoðun voru með fín augu: Róma, Mjöll, Berg, Prins, Blanco, Ynja, Aska og Þruma. Frábært.




Haustsýning HRFÍ
Mondayinn 29. September 2008 kl: 22:24

Allir Múla hundarnir fengu 1. einkunn og hvolpaskottin fengu góðar umsagnir. Torres var í 2. sæti í sínum flokki, heiðursverðlaun og Kristal Fönn í 2. sæti í sínum flokki, heiðursverðlaun.




Haustsýning HRFÍ
Mondayinn 29. September 2008 kl: 22:15

Múla-Ynja varð önnur besta tík tegundar, með meistaraefni og vara cacib, Akkiles var í öðru sæti í sínum flokk, meistarefni, og 4. besti hundur, Blanco var 3.sæti í opnum flokki, Þruma var í öðru sæti í sínum flokki.




Aska í borgarferð
Sundayinn 21. September 2008 kl: 19:42

Aska er í heimsókn hjá Blanco brósa sínum og verður þar fram að sýningu. Hennar er strax sárt saknað.




Æft fyrir sýningu
Fridayinn 12. September 2008 kl: 22:32

Við ætlum að hittast laugardaginn 13.sept. kl. 13 á Gunnlaugsstöðum
og æfa fyrir sýningu.
Allir velkomnir




Mjaðmamyndir
Fridayinn 12. September 2008 kl: 22:17

Við vorum að fá niðurstöður úr mjaðma-
myndatöku fyrir Ösku og Mjöll. Aska var með A báðum megin, en Mjöll var með A öðru megin og C hinu megin. Nánar tiltekið \“Svak hd\“, sem er minnsta fyrir utan \“fri for hd\“. Norsku læknarnir segja að þetta muni ekki há henni. Á Íslandi eru mjög fáir Husky hundar mjaðmamyndaðir enda ekki skylda vegna pörunar. Roma er með A báðum megin.




Múla-Kári látinn
Tuesdayinn 09. September 2008 kl: 19:39

Elsku Kárinn okkar er farinn frá okkur. Hann stökk út úr bíl á ferð. Hann fótbrotnaði og mjaðmaliðurinn fór mjög illa og dýralæknirinn ráðlagði eigendum hans að láta hann fara. Hans verður sárt saknað.
Við samhryggjumst ykkur Dagrún, Eyjólfur og börn




Æft fyrir sýningu
Wednesdayinn 03. September 2008 kl: 22:14

Hittumst á Gunnlaugsstöðum kl. 19 mánudaginn 8.sept. og æfum fyrir haustsýningu HRFÍ.
Allir velkomnir




Akkiles fær nýtt heimili
Wednesdayinn 03. September 2008 kl: 22:04

Við óskum Lindu innilega til hamingju með hann Múla Akkiles og vonum að hann og Nala verði bestu vinir.




Æft fyrir sýningu
Thursdayinn 21. August 2008 kl: 20:32

Við ætlum að hittast laugardaginn 23. ágúst n.k. kl. 13 á Gunnlaugsstöðum og æfa okkur fyrir haustsýningu HRFÍ.
Allir velkomnir




Berg og Akkiles
Thursdayinn 21. August 2008 kl: 20:30

Berg okkar er kominn til okkar aftur og Akkiles verður hjá okkur í nokkrar vikur. Myndir af þeim félögum undir ýmsar myndir




Æft fyrir sýningu
Thursdayinn 07. August 2008 kl: 20:14

Við ætlum að hittast laugardaginn 9. ágúst n.k. kl. 14 á Gunnlaugsstöðum og æfa okkur fyrir haustsýningu
HRFÍ. Allir velkomnir.




Sumarsýning HRFÍ
Mondayinn 30. June 2008 kl: 21:16

Múla-Blanco var Múla-sigurvegari júnísýningar
Hann var besti rakk tegundar og fékk sitt 2. Íslandsmeistarastig.
Mjöll, Aska, Ynja og Þruma fengu allar góða dóma. Mjöll í 3.sæti í opnum flokki, Aska í 3.sæti í hunghundum, Ynja í 4.sæti í unghundum og Þruma fékk góða umsögn í hvolpaflokki.




Múla-hittingur
Mondayinn 30. June 2008 kl: 21:12

Það var æðislega gaman að hitta alla, hunda, menn og konur. Mikið fjör í yngstu hvolpunum.
Það mættu allir hvolpar úr síðasta goti en hefði verið gaman að hitta fleiri úr hinum gotunum. En takk allir.
Þetta var skemmtilegt




Júnísýning frh.
Sundayinn 29. June 2008 kl: 20:33

Múla-Ynja fékk svo að sjálfsögðu 1. einkunn og var í 4.sæti unghunda
tíkum




Júnísýning 2008
Sundayinn 29. June 2008 kl: 20:32

Nú er sumarsýningu HRFÍ lokið. Múla-Þruma fékk mjög góða umsögn í hvolpaflokki. Múla-Blanco var besti rakki tegundar, Aska fékk 1. einkunn, mjög góða dóma en lenti í 3. sæti í unghundum tíkum og Mjöll fékk 1. einkunn, góða dóma og lenti í 3. sæti í opnum flokki.




Múla hittingur
Tuesdayinn 24. June 2008 kl: 19:05

Gaman væri að hitta sem flesta n.k. laugardag kl.17.30 að Dalaþingi 3 við Elliðaárvatn. Tilvalið að koma þangað þegar úrslitum er lokið á sýningunni.




Múla-Kári (Loki)
Saturdayinn 21. June 2008 kl: 23:43

Múla-Kári heitir nú Loki og er kominn á gott heimili í Garðabæ.
Við óskum Dagrúnu og Eyjólfi innilega til hamingju með hann.




Múla-Goði
Tuesdayinn 10. June 2008 kl: 20:47

Nú er Múla-Goði farinn frá okkur. Við óskum Ívari innilega til hamingju með gullmolann sinn.




Múla-Kári
Tuesdayinn 10. June 2008 kl: 20:45

Því miður gat Guðbjörg ekki átt hann Kára svo nú er hann næstu daga hjá Kollu og Sigga í pössun.




Hvolpar
Saturdayinn 07. June 2008 kl: 18:41

Múla-Kári er búinn að fá heimili á Kjalarnesi. Við óskum Guðbjörgu innilega til hamingju með þennan fína strák.




Tveir flottir
Sundayinn 01. June 2008 kl: 18:33

Múla-Kári og Múla-Goði eru falir á gott heimili
Upplýsingar í síma 557 7241 eða 899 5241, eða í hjordis@inni.is




Hvolpar
Sundayinn 01. June 2008 kl: 18:32

Á föstudaginn fór hann Torres frá okkur heim í Hveragerði. Við óskum Arnari og Dagrúnu til hamingju með gaurinn sinn.




Hvolpar
Mondayinn 26. May 2008 kl: 21:53

Í gær fóru tvö skottin frá okkur. Við óskum Báru og Robba til hamingju með Kristal Fönn, Ólínu og Bjössa til hamingju með Garra og Vífli og Hildi til hamingju með Alösku.




Hvolpar
Thursdayinn 15. May 2008 kl: 22:42

Í dag fóru hvolparnir í læknisskoðun. Allir hraustir. Nú styttist í að þeir fari að týnast frá okkur á ný heimili. Enn er Múla-Goða og Múla-Kára óráðstafað.
Fyrirspurnir í síma 5577241 og 8995241




Leiðrétt frétt frá 3. maí
Sundayinn 04. May 2008 kl: 15:00

Það eru að sjálfsögðu rakkar nr. 4 og 6 sem er óráðstafað. Fyrirgefið þið Garri, Ólína og Bjössi




Hvolpar
Saturdayinn 03. May 2008 kl: 23:39

Nú eru aðeins tveir gullfallegir rakkar eftir undan Rómu og Storm, það eru rakkar nr. 2 og 4. Kíkið á myndirnar. Fyrirspurnir um hvolpa í síma 557 7241




Hvolpar
Mondayinn 28. April 2008 kl: 22:11

Hvolparnir fóru sjálfir í fyrsta skipti út um hundalúguna í dag og létu sig ekki muna um að fara inn aftur sömu leið. Því miður náðum við ekki myndum af þessu
Fyrirspurnir um hvolpana í síma 557 7241




Hvolpar
Saturdayinn 26. April 2008 kl: 23:19

Enn er þremur hvolpum undan Rómu og Storm óráðstafað. Kíkið á myndirnar.




Hvolpaskott
Mondayinn 07. April 2008 kl: 21:04

Hvolparnir dafna mjög vel og eru allir búnir að opna augun.
Þeir verða fallegri með hverjum deginum




Got hjá Múlaræktun
Wednesdayinn 26. March 2008 kl: 17:33

Róma eignaðist 6 hvolpa 24. mars, 4 rakka og 2 tíkur. Pabbinn er Heimskauta Dögunar Stormur. Fallegir og hraustir hvolpar sjá myndir.




Marssýning HRFÍ
Mondayinn 03. March 2008 kl: 19:30

Eldur var 2.besti rakki tegundar, Berg 3. og Blanco 4. Ekki slæmt. Ynja var 3.besta tík og Aska 5. Þau fengu öll ásamt Prins 1.einkunn að sjálfsögðu og mjög góðar umsagnir.Einnig fékk ræktunin mjög góða umsögn/heiðursverðlaun.




Væntanlegt got
Mondayinn 18. February 2008 kl: 18:22

Ckc Ukc Ch Shapali Remembering Romance (Róma) og Heimskauta Dögunar Stormur eiga von á hvolpum 20. mars n.k.




Æfingar fyrir sýningu
Sundayinn 17. February 2008 kl: 18:01

Við höfum verið að hittast undanfarið og æfa fyrir næstu sýningu
Næst munum við hittast miðvikud.20.febr.kl.20 og síðan sunnud.23.febr.
kl.17. Síðasta æfingin verður svo miðvikud. 27.
febr. kl. 20. Allir velkomnir




Allir farnir
Sundayinn 10. February 2008 kl: 16:41

Nú eru allir hvolparnir farnir. Bresi fór í gær til Tinds, Kára og Guðrúnar og Birting fór í dag til Rökkva og allra á Hofsnesi. Hálf tómlegt á bænum.




Hvolpar
Saturdayinn 26. January 2008 kl: 19:02

Nú eru hvolparnir óðum að fara til framtíðar-
heimila. Legolas er á Siglufirði, Akkiles hjá pabba sínum á Akureyri, Þruma fer í Garðinn og Birting í Öræfin. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með litlu gullmolana síðan.




Allir komnir með nafn
Thursdayinn 10. January 2008 kl: 00:01

Hvolparnir hafa allir fengið nafn og einnig heimili nema Bresi okkar sem við ætlum að hafa aðeins lengur hjá okkur og sjá hvað verður úr honum. Þau fengu öll fína læknisskoðun, meira segja Bresi.




1 rakki óseldur
Tuesdayinn 01. January 2008 kl: 13:26

Vegna ástæðna sem upp komu hjá verðandi kaupendum er einn gullfallegur rakki óseldur undan Mjöll og Múla-Berg. Tilbúin til afhendingar í lok janúar. Sjá myndir.




Jólakveðja
Sundayinn 23. December 2007 kl: 18:25

Múlaræktun óskar ykkur gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Þökkum fyrir árið 2007.
Steini, Hjördís, Eldur, Róma, Mjöll, Aska, Skuggi og hvolpagullin.




Hvolpar
Saturdayinn 15. December 2007 kl: 23:24

Það gengur vel með hvolpana og þeir blása út. Meira að segja er Bresi orðinn rúmlega kíló. Mjöll er mjög góð mamma alltaf að snyrta þá og passar þá mjög vel.




Hvolpar fæddir
Fridayinn 23. November 2007 kl: 15:00

Í morgun fæddust 5 fallegir hvolpar hjá Múlaræktun. Foreldrar eru Múla-Berg og Mystic Mjöll. Öllum liður vel.




Aska er komin til að vera
Wednesdayinn 14. November 2007 kl: 20:01

Aska og Skuggi leika sér saman allan daginn og Skuggi er auðvitað mjög glaður að fá leikfélaga. Aska er eins og hugur manns fór beint í stólinn sinn, (sjá myndir)sem hún eignaði sér í haust þegar hún var hér.




Von á goti
Fridayinn 09. November 2007 kl: 17:47

Mjöll mun eiga hvolpa seinni partinn í nóvember. Faðir er Múla-Berg. Báðir foreldrar eru augnskoðaðir og 1. einkunnar hundar.




Augnskoðun
Sundayinn 21. October 2007 kl: 21:12

Róma fór í augnskoðun 19.október sl. og greindist með hrein og tær augu.




Berg farinn
Mondayinn 08. October 2007 kl: 20:29

Berg okkar hefur fengið nýtt heimili. Hann fór eftir sýninguna heim með Bjarma, Ólöfu og dætrum til Akureyrar og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þennan góða og falllega hund.




Haustsýning HRFÍ
Mondayinn 08. October 2007 kl: 20:25

Allir Múla ungliðarnir nema einn fengu 1.eink. og heiðursverðlaun. Prins var í 2.sæti rakka. Eldur var verðugur meistari og tíkurnar fengu 1. einkunn. Ræktunin fékk 1.eink.og heiðursverðlaun.




Skapgerðarmat
Sundayinn 23. September 2007 kl: 12:56

Múla Ynja og Múla Blanco fóru í skapgerðarmat 22.sept.07
Okkur skilst að þau séu fyrstu huskyhundarnir sem fara í skapgerðarmat á Íslandi.
Þau komu að sjálfsögðu afburða vel út. Gott skap og hlýðin.




Haustsýning HRFÍ
Saturdayinn 01. September 2007 kl: 20:53

Nú styttist í haustsýningingu HRFÍ sem verður helgina 6.-7.okt. Hundaeigendur á Austurlandi eru velkomnir á Gunnlaugsstaði kl. 13 á laugardögum fram að sýningu.




Hundagirðing
Saturdayinn 01. September 2007 kl: 20:49

Við vorum að girða á Gunnlaugsstöðum og við það stækkaði svæðið sem hundarnir okkar hafa til að leika sér í um
það bil 900 m2. Allir voða ánægðir með það hundar og menn.




Júnísýningin
Mondayinn 25. June 2007 kl: 21:51

Ræktunarhópurinn okkar fékk 1.einkunn og heiðursverðlaun og varð síðan í 3.sæti.
Róma með 5 afkvæmi fékk 1.einkunn og heiðursverðlaun og varð síðan í 2.sæti.
Báðir hópar fengu mjög góða umsögn.




Júnísýning HRFÍ
Mondayinn 25. June 2007 kl: 21:45

Mjöll var í 2.sæti í sínum flokki, Róma varð í 3.sæti í opnum flokki og Ynja í 4.sæti. Allir hvolparnir fengu 1. einkunn. Blanco varð besti rakki tegundar og íslenskt meistarastig, Berg varð í 2.sæti og meistaraefni.




Zuki og Zappa
Mondayinn 11. June 2007 kl: 19:44

Hvolpar undan Rómu eru að gera það gott út um allan heim. Endilega skoðið þið fréttir um það á þessum vefslóðum Frétt 1 Frétt 2




Berg er kominn heim
Tuesdayinn 22. May 2007 kl: 22:25

Múla-Berg er kominn til okkar aftur. Eftir að pabbi hans tuktaði hann vel til hefur samkomulagið verið gott




Augnskoðun
Sundayinn 06. May 2007 kl: 19:17

Eldur og Mjöll fóru í augnskoðun 28.apríl sl. Mjöll er með hrein og fín augu. Eldur er með ættgengan catarac. Við vonum að aðrir ræktendur skyldmenna Elds rækti ekki undan hundum án þess að fara með þá í augnskoðun




Mars sýning 2007
Wednesdayinn 07. March 2007 kl: 18:18

Eldur og Mjöll voru sýnd á marssýningunni en ekki Róma þar sem okkur fannst hún heldur feit. Eldur vann rakkana og fékk alþjóðlegt meistarastig. Mjöll var í 2. sæti í sínum flokki, fékk meistaraefni, í 3. sæti í opnum flokki og 4.besta tík tegundar. Sjá umsagnir um þau undir:Hundarnir/ Eldur/Mjöll Múla-Berg vann hvolpa 4-6 mán. og var 4. besti hvolpur sýningar.




Æfingar fyrir sýningu
Sundayinn 04. February 2007 kl: 18:18

Nokkrir hundaeigendur á Austurlandi hittust í dag á Gunnlaugsstöðum og æfðu fyrir sýningu.
Við ætlum að hittast næstkomandi laugardag 10. febrúar kl. 15 á sama stað.
Kíkið á nokkrar myndir frá æfingunni í ýmsar hundamyndir




Marsýning HRFÍ
Sundayinn 04. February 2007 kl: 18:14

Eldur, Róma og Mjöll verða öll sýnd á marssýningunni 2007. Við eigum von á að 5 af hvolpum Elds og Rómu verði einnig sýndir.




Gleðilegt ár
Saturdayinn 13. January 2007 kl: 00:00

Múlaræktun óskar öllum gleðilegs árs með þökk fyrir árið 2006.




Marssýning HRFÍ
Saturdayinn 13. January 2007 kl: 00:00

Eldur og Róma verða sýnd á marssýningu HRFÍ. Vonandi verða einnig sýndir nokkrir af hvolpunum þeirra síðan í sept


Comments are closed.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir