Perla 5 ára

Í dag á hvíta prinsessan mín hún Perla afmæli.     Perla flotta
Við ætlum að halda upp á afmælið með því að
fara í heimsókn í Vallholt.
Perla er skemmtileg og frek og ræður öllu á
Gunnlaugsstöðum. En hún er líka mikið fyrir
kúr og kelirí.

Got fram undan

Það styttist í got hjá Fjallsins ræktun , sjá undir „got“ linknum hér efst á síðunni:

krumma1            Sauron

Afmæli júní, júlí og ágúst

Það hefur farist fyrir að tilkynna um afmæli í sumar, en ég bæti úr því núna:

13.júní urðu þessir fallegu hvolpar undan Töru                      Got Töru og Atlasar 13.júní 2016
og Altasi 4ra ára.
Þau fóru öll til Snow Dogs á sínum tíma og
unnið þar síðan.  Ég óska Frökk, Steini, Þoku
og Krummu og eigendunum innilega til hamingju
með þau.
____________________________________________________________

9.júlí urðu þessir fallegu hvolpar úr fyrsta goti                      töru hvolpar
þeirra Töru og Atlasar 7 ára.
Ég óska Duchess, Tindi, Star, Körmu, Fenri og Ódn
og eigendum þeirra innilega til hamingju með þau.

 
___________________________________________________________

28.júlí urðu svo þessir fallegu öldungar úr goti Ösku                  afmælishvolpar
og Alex 11 ára.  Aðeins 4 af þessum 8 hvolpum eru,
að því að ég best veit, enn á lífi.
Ég óska Bruna, Móra, Jökli og Hrímu og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.

 

 
_____________________________________________________

29.ágúst átti svo gotið undan Þrumu og Atlasi                            Afmæli 28.ágúst
5 ára afmæli. Þau fóru öll til Snow Dogs og
Aðeins 3 af þessum fallegu hvolpum eru á lífi.
Ég óska Öskju, Kröflu og Vikri og eigendum
þeirra til hamingju með afmælið.

Hundar í leit að góðum heimilum

Báðir komnir með heimili!!!!!
Þessir ljúflingar, Múla Vikur og Múla Klaki leita að góðu heimili.
Þeir eru báðir geldir og eru hjá Snow Dogs í Vallhollti.
Þeir eru báðir hraustir.
Áhugasamir sendið póst í icelandichusky@gmail.com
eða hringið í 899 0241.

Klaki er 2ja ára síðan í apríl og er undan Múla Töru og  Eyberg Ice Drogon
Hann er fallegur, ljúfur og góður hundur en ekki nógu duglegur að draga.

977072C9-400A-4A9F-9E38-D1A961D4519F

DBB9ABB6-5003-432C-A4D4-1D8A7D811F42

 

 

 

 

 

____________________________________________________________

Vikur verður 5 ára í ágúst og er undan Múla Þrumu og Kristari´s Atlas
Hann er of stór þannig hann mun ekki endast lengi í mikilli vinnu en
gæti átt mjög gott líf sem heimilishundur og vinur.
Hann er fallegur, mannelskur og ljúfur.
7E99EE43-A512-4E96-BD3A-18C5A5AAAC82          5179E2E8-8750-41C8-9CF3-B76BA6B862E4

 

 

Got 2020

Múlaræktun er í samvinnu við Fjallsins ræktun (snowdogs.is)    IMG_0039
og það verða líklega 3 got hjá þeim í sumar.
Einnig eru væntanleg got frá fleiri Múlahundum og munu
upplýsingar um þau koma undir „got“ hér á síðunni.

 

romaogStormur

Afmæli í maí 2020

27.maí átti seinna got Ösku og Kanucks 8 ára afmæli                            afmælishópur
Yndislegir öldungar öll sömul.
Ég óska Móru, Frigg, Sögu og Kiraro og eigendum
þeirra innilega til hamingju með daginn.
Knús til eigenda Kolku sem dó fyrr á þessu ári.
Ég veit ekki hvort Akva er lifandi en hún flutti
erlendis með eigendum sínum.

 

_________________________________________________________________________

11.maí 2020 urðu gullin undan Perlu og Krapa 2ja ára             IMG_8188
Fallegur hópur og gaman af því að það komu 3 hvítir.
Ég óska Kalda, Frosta, Kul, Völvu og Loka og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.
Snær býr hjá mér og það var dekrað við hann á afmælis
daginn.

Afmæli í apríl 2020

Bless Zoe For Star in Nordica „Zoe“ varð 8 ára      zoe framköllun
öldungur 19.apríl 2020
Hún nýtur lífsins á Gunnlaugsstöðum með
dóttur sinni henni Perlu og ömmustráknum
honum Snæ.
Zoe þrífur ennþá eyrun á Perlu og veit ekkert
betra en að fá að vera í eldhúsinu þegar verið
er að stússast í mat.

 

 

 

 

 

_______________________________________________________

26. apríl áttu gullmolarnir undan Töru og Reyk
2ja ára 
afmæli.                  got töru og Reyks
Við óskum Jökli, Nótt, Klaka, Hélu. Jaka og Loga og
eigendum þeirra innilega til hamingju með afmælið.
Þessir flottu hundar eru úr síðasta gotinu hennar
Töru okkar.
Hún hefur verið frábær ræktunartík og margir fallegir
hundar undan henni.

Afmæli í mars 2020

Mars er mikill afmælismánuður hjá Múlaræktun:

14.mars urðu þessir fallegu rakkar Týr og Rökkvi                    Rökkvi og Týr
undan Mjöll og Berg 11 ára
Sendum þeim og eigendunum síðbúnar afmæliskveðjur

 

 

 

_________________________________________________

84316189_884767775320533_8995981959805009920_n                                                                                                                            20.mars áttu þessir fallegu öldungar undan Romu og Vind
11 ára afmæli.
Myndin var tekin fyrir ári síðan þegar þau urðu 10 ára.
Ég held að þetta got sé elsta husky got á Íslandi þar sem
allir eru lifandi.
Hamingjuóskir til Gæfu, Golu, Freyju, Ivans, Æsis og Kodu
og eigenda þeirra.

 

___________________________________________________________________________

24.mars urðu þessir höfðingjar 12 ára                                        90624114_10221476484650530_6850315980619382784_n
Við óskum Garra og Goða og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.

90867975_10221476481250445_3883209322498359296_n

 

 

 
______________________________________________________________________________

29.mars sl áttu Tara, Þruma og Eldur undan Ösku og                           089
Kanuck 9 ára afmæli. Ég á þær systur og það hefur
yndislegt að fylgjast með þeim í gegnum árin. Þær
eru mjög ólíkar en miklar vinkonur.
Til hamingju með 9 árin Tara, Þruma og Eldur.

 

 

_______________________________________________________________________________

Múlahundur ársins 2019

Eins og margir vita höfum við Steini  gefið                  Kaldi að vinna grúbbuna
Múlahundum stig fyrir árangur í keppnum
á sýningum og ýmsu fleira, t.d. árangur í
hlýðniprófum.
Í ár var það snillingurinn hann Múla Kaldi
sem er með flest stig, og sló stigametið okkar
þrátt fyrir að hafa ekki enn tekið þátt í
keppnum.  Hann er með 52 stig.
Innilegar hamingjuóskir með þennan flotta
hund Kalli og Olga.  Hann fær bikarinn sinn
á Mývatnsmótinu í vetur.

Winter Wonderland sýning HRFÍ 24.nóv.´19

Unghundar:                         IMG_4303[1]
1.Múla Jaki ex.ck. besti rakki, íslenskt
meistarastig og Norðurlanda stig. BOS
2.Múla Kaldi ex ck. 2.besti rakki,vara
Norðurlandastig.
3. Múla Jökull ex
Meistaraflokkur:
1. Múla Gígur ex ck 3. besti rakki tegundar:
Unghundaflokkur tíku:
2. Múla Nótt ex ck
3. Múla Mystic Völva ex
Öldungaflokkur tíka
2. Múla Tara ex
Múlaræktun besti ræktunarhópur tegundar,
heiðursverðlaun en ekki sæti í úrslitum
Múlaræktun, Tara með afkvæmi besti
afkvæmahópur tegundar, heiðursverðlaun
og 3.besti afkvæmahópur sunnudagsins.
IMG_4329[1]

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir