Archive for the ‘Fréttir’ Category

Afmæli í apríl og maí

Bless Zoe for Star´n Nordica varð 7 ára 19.apríl 2019           Snær

Got Múla Mystic Perlu og Valkyrju Krapa þau Kaldi,
Frosti, Kul, Völva, Loki og Snær urðu 1 árs 11. maí 2019

Got Múla Ösku og Wolfrivers´Ice Thunder Kanuck þau
Kolka, Móra, Frigg, Saga, Akva og Kiaro 7urðu 7 ára
27.maí 2019.
Við óskum öllum afmælishundum og eigendum þeirra
innilega til hamingju.
Læt fylgja eina mynd af eineygða prinsinum honum
Múla Mystic Snæ

Afmæli í mars

Marsmánuður er mikill afmælismánuður hjá        089
Múlaræktun.  En vegna aðstæðna hefur farist
fyrir að setja afmælisfréttir á síðuna þetta árið.
Garri og Goði undan Rómu og Stormi urðu 11
ára 24.mars.
Týr og Rökkvi undan Mjöll og Berg urðu 10
ára 14.mars
Gæfa, Gola, Freyja, Ivan, Æsir og Koda urðu
10 ára 20. mars
Þruma, Eldur og Tara urðu 8 ára öldungar
29.mars.
Ég óska öllum þessum fallegu og góðu hundum
og eigendum þeirra til hamingju með afmælin.
Læt fylgja mynd af afmælisprinsessunum mínum
þeim Þrumu og Töru

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 8.-9.mars 2019

Eins og undanfarin ár verða margir Múlahundar að                                                               53410145_10218222516463359_1243209426635063296_n
keppa á mótinu á Mývatni um helgina.
Keppnin verður við Fuglasafnið.
Allir velkomnir að koma og fylgjast með.
Dagskráin er á www.sledahundar.is

Múlahundur ársins 2018

Eins og undanfarin ár höfum við gefið Múlahundum                               Gígur 2018
stig fyrir góðan árangur á sýningum, í keppnum og
fleiru sem Múlahundaeigendur gera með hundunum
sínum.
Snillingurinn hann Múla Gígur er stigahæstur 2018.
Honum hefur gengið vel á sýningum og keppnum á árinum,
endaði sýningarárið með að verða besti rakki tegundar í nóv.
Við óskum Gíg og Þórdísi innilega til hamingjumeð árið 2018.
Þau fá að sjálfsögðu afhentan bikar á Mývatni í mars n.k.
fyrir þennan flotta árangur.

Winter Wonderland sýning HRFÍ 25.nóv. 2018

IMG_2357Múlahundum gékk vel á sýningunni.
Tindur fékk excellent og ck. Gígur fékk
excellent og ck og varð besti rakki tegundar.
Perla fékk excellent og ck og varð 3. besta
tík tegundar og Myrkva fékk vg og varð 3.
í opnum flokki.
Ég sýndi síðan Fjallsins Byl og hann vann
rakkana í ungliðum og ck og varð 4. besti
rakki tegundar.

Hvolpasýning 23.nóv 2018

Sex Múlahvolpar voru sýndir á                                47203027_1958290757809809_6767955189535080448_n
HRFÍ 23.nóv. 2018.
Dómari var: Leif Hermann Viberg
Allir Múlahvolparnir fengu frábærar
umsagnir.
Í rakkaflokki urðu þrír Múla í efstu
sætum. 1. Kaldi, 2. Jaki, 3. Snær
Í tíkaflokki var Kul í 2.sæti og Völva
í 4. sæti.
Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð
með árangur hvolpanna og þökkum
eigendum fyrir að mæta með þau
á sýninguna.
Á myndinni eru úrslit í rakkaflokki.

Afmælis öldungar

Í dag eru þessi gull undan Berg og Mjöll 8 ára               001
Við óskum Aski, Rökkvu, Móses og Elvis og
eigendum þeirra innilega til hamingju með
þessa flottu öldunga.

Got Zoe og Atlasar 4ra ára

Þessar prinsessur unda Bless Zoe for Star´n               IMG_0328
Nordica og Kristari´s Atlas urðu 4ra ára í gær.
Afmæliskveðjur til Máneyjar, Inari, Denali og
Jakobínu og eigenda þeirra.

Gígur og Myrkva 4 ára

Leynigestirnir hennar Töru, þau Gígur og Myrkva        Gígur og Myrkva
eru 4ra ára í dag.  Við sendum þessum gullmolum
og eigendum þeirra innilegar hamingjuóskir og
vitum að það verður dekrað við þau í dag sem
endranær.

12 ár frá fyrsta goti Múlaræktunar

Í dag á þessi ofurtöffari 12 ára afmæli. Berg er berg
því miður eini sem er lifandi úr gotinu undan
Eldi og Rómu. Hann er frábær hundur, góður,
skemmtilegur og ótrúlega vanafastur.  Hann
var mjög góður sleðahundur og gerði það gott
á sýningum þar til hann var geltur fyrir mörgum
vegna veikinda.
Við vonum að við fáum að njóta þessa snillings
í mörg ár ennþá.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir