Heimskauta Nætur Eldur 10 ára

Hann Eldur okkar er 10 ára í dag.  Við köllum hann alltaf
kónginn, hann er fyrsti huskyinn okkar og er pabbi Bergs                                eldur
og Ösku og afi Þrumu og Töru sem öll búa á
Gunnlaugsstöðum.
Eldur er einstakur hundur, ljúfur og góður og mikill félagi.
Hann veit fátt skemmtilegra en að fara í sunnudagsgöngur
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs með Hjördísi og verður mjög
súr hann fær ekki að fara með.
Eldur var fyrsti huskyhundurinn, sem ræktaður er á Íslandi
sem varð Íslandsmeistari og honum gékk mjög vel á
sýningum á meðan hann var sýndur.
Hann er drjúgur sleðahundur og dregur frúna á skíðum hér
á túnunum.
Hann hefur verið heimsóknarhundur hjá Rauða Krossinum
í tæp 3 ár og finnst alltaf jafn gaman að heimsækja vini
sína á Sjúkradeildinni á Egilsstöðum.
Nú í haust sannaði hann snilli sína við að leita fjár í fönn,
en hann leitaði ásamt Berg og Þrumu og þau fundu á
þriðja tug fjár.

Comments are closed.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir