Mystic Mjöll
Mjöll kom úr einangrun um miðjan mars 2006 en er fædd 14. júlí 2005 í Arkansas. Við keyptum hana í Arizona þegar hún var tveggja mánaða. Hún dvaldi síðan hjá „Lillu frænku“ Guðfinnu systur Steindórs til 7 mánaða aldurs. Á heimilinu voru tvær aðrar tíkur og þeim samdi öllum mjög vel.  Mjöll er alhvít með blá augu. Það eru hvítir hundar í ætt hennar langt aftur. Við vitum ekki annað en að hún sé eini hvíti Siberian Husky á Íslandi. Hún er skemmtilegur karakter með líkt skap og Eldur og rosalega greind og sjálfstæð.  Eftir að hún kom til okkar varð hún  svolítið út undan hjá Eld og Rómu, enda eru þau afar ástfangið par. Svo Mjöllin fékk að sofa uppi í sjónvarpsherberginu fyrir framan dyrnar að svefniherberginu fyrstu mánuðina. Þar var hún afar ánægð. Hún er mjög sniðug og skemmtileg, opnar allar hurðir og er með mjög líka takta og Eldur var þegar hann var lítill.
Það hefur komið í ljós með árunum að Mjöll er alveg einstaklega greind, ótrúlegur karakter, en líka frumstæð.  Eftir að hún fór að eiga hvolpa varð hún smám saman mjög kelin og hún
var líka alveg sérstaklega góð mamma.  Hún og Berg eru algjört par, svona eins og Eldur og Róma.

Okkur til mikillar ánægju fékk Mjöll fyrstu einkunn á júnísýningunni 2006 og var í 3. sæti í sínum flokki.

Mjöll gekk vel á haustsýningu HRFÍ 2006.
Hún fékk 1. einkunn og góða dóma.
Hún varð í 2. sæti í sínum flokki.

Mjöll gekk mjög vel á Marssýningu HRFÍ 2007. Hún fékk excellent og meistaraefni. Varð í 2.sæti í sínum flokki, 3.sæti í opnum flokki og 4. besta tík tegundar. Umsögnin var: Very feminin nice overall picture, ex head and ears, triangular in shape close fitting and set high in the head. Well furried. Nicely arched neck. Ex. body, good hindg. Moves very well. Good coat.

Mjöll varð í 2. sæti í sínum flokki á júnísýningu HRFÍ. Á haustsýningunni fékk hún 1. einunn eins og alltaf og góða umsögn en lenti ekki í verðlaunasæti.

Á júnísýningu 2008 fékk Mjöll 1. einkunn og varð í 2. sæti í opum flokki og 3. besta tíkin. Umsögnin var: Good head, a little bit big and round eyes. Good neck + prop+ chest. Enough angul. Good bone + feed. Could move better in front, good in behind. Very good.

Á haustsýningu HRFÍ 2008 fékk Mjöll 2. einkunn og kom það okkur verulega á óvart. Hefur alltaf áður fengið 1. einkunn og aldrei verið eins falleg og núna. Hún fékk umsögnina: Good colour. Could have a better expression. Could have a better nose pigmentation. Good.

Mjöll var sýnd á haustsýningunni 2009 og fékk excellent, hún varð 4. besta tík tegundar.

Mjöll var sýnd á ágústsýningu 2010 og fékk excellent en lenti ekki í sæti.

Mjöll eignaðist 5 hvolpa 23. nóvember 2007, 3 rakka og 2 tíkur. Rakkinn sem fæddist fyrst var algjört örverpi en duglegur snáði og barðist fyrir lífi sínu. Mjöll var mjög góð mamma. Hvolparnir eru allir komnir á gott heimili.

14. mars 2009 eignaðist Mjöll 6 hvolpa. Einn var dáinn í fæðingu og einn dó daginn eftir. Eftir voru 3 rakkar og 1 tík  og eru þau öll komin á góð heimili. Eins og áður var Mjöll frábær mamma. Hún lét sig ekki muna um að taka Rómu hvolpa á spena með sínum.

29.október 2010 eignaðist Mjöll hvolpa í síðasta sinn. Fjórir fallegir hvolpar, 3 rakkar og 1 tík, sem öll eru komin á gott heimili.

Mjöll er með hrein augu og A mjaðmir hægra megin en C vinstra megin
Mjöll dó 10.nóvember 2012 og var okkur mikill harmdauði.  Hún var einstök.