Archive for september, 2020

Perla 5 ára

Í dag á hvíta prinsessan mín hún Perla afmæli.     Perla flotta
Við ætlum að halda upp á afmælið með því að
fara í heimsókn í Vallholt.
Perla er skemmtileg og frek og ræður öllu á
Gunnlaugsstöðum. En hún er líka mikið fyrir
kúr og kelirí.

Got fram undan

Það styttist í got hjá Fjallsins ræktun , sjá undir „got“ linknum hér efst á síðunni:

krumma1            Sauron

Afmæli júní, júlí og ágúst

Það hefur farist fyrir að tilkynna um afmæli í sumar, en ég bæti úr því núna:

13.júní urðu þessir fallegu hvolpar undan Töru                      Got Töru og Atlasar 13.júní 2016
og Altasi 4ra ára.
Þau fóru öll til Snow Dogs á sínum tíma og
unnið þar síðan.  Ég óska Frökk, Steini, Þoku
og Krummu og eigendunum innilega til hamingju
með þau.
____________________________________________________________

9.júlí urðu þessir fallegu hvolpar úr fyrsta goti                      töru hvolpar
þeirra Töru og Atlasar 7 ára.
Ég óska Duchess, Tindi, Star, Körmu, Fenri og Ódn
og eigendum þeirra innilega til hamingju með þau.

 
___________________________________________________________

28.júlí urðu svo þessir fallegu öldungar úr goti Ösku                  afmælishvolpar
og Alex 11 ára.  Aðeins 4 af þessum 8 hvolpum eru,
að því að ég best veit, enn á lífi.
Ég óska Bruna, Móra, Jökli og Hrímu og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.

 

 
_____________________________________________________

29.ágúst átti svo gotið undan Þrumu og Atlasi                            Afmæli 28.ágúst
5 ára afmæli. Þau fóru öll til Snow Dogs og
Aðeins 3 af þessum fallegu hvolpum eru á lífi.
Ég óska Öskju, Kröflu og Vikri og eigendum
þeirra til hamingju með afmælið.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir