Archive for júní, 2011

Siberian Husky hvolpar

Allir hvolparnir komnir með ný heimili nema Tara sem                
ætlar að eiga heima á Gunnlaugsstöðum.  Hér er verið
að reyna að stilla henni upp í fyrsta sinn.

Husky hvolpar

Allir hvolparnir úr gotinu þeirra Ösku og Kanucks hafa fengið ný heimili
Við óskum Guðbjörgu Soffíu innilega til hamingju með Múla Löru Croft.
Eldur og Lara fara til nýrra eigenda eftir helgi og þá verður
bara Tara prinsessa eftir en við ætlum að halda henni.

Hvolpalíf á Gunnlaugsstöðum

Það var stuð á hvolpaskottunum í dag í góða veðrinu.       
Mikið leikið.  Þau eru svo skemmtilega ólík þessi þrjú
sem enn eru hér.  Tara svört með mjög dökk augu,
Eldur jr. rauður með gul augu og Zita grá með annað
augað blátt og hitt hálft brúnt og hálft blátt.
Zita er til sölu á gott heimil.
Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir