Siberian Husky
Sagan
Fyrir meira en 1000 árum bjó ættflokkur kallaður Chukchi í Norður Síberíu, landi þar sem vetrarhörkur eru slíkar að hver dagur er áskorun um að reyna að lifa af. Það var þarna sem Chukchi hundurinn forfaðir Siberian Husky var ræktaður. Eftir margra ættliða ræktun var Chukchi fólkið komið með hund sem hentaði þörfum þess. Þó að ættflokkurinn byggi inn í landi voru strendurnar aðal veiðlendur þeirra. Veiðin var ekki svo þung eða mikil að það þyrfti stóra hunda til að draga hana heim. Heldur þurftu Chukchi veiðimennirnir hund sem þyldi fimbulkuldann, sem gæti dregið léttar til miðlungs þungar byrgðir langar vegalengdir og sem nýtti lágmarksorku við dráttinn. Þeim minni orku sem hundurinn notaði við dráttinn, þeim mun meiri orku átti hann eftir til að vernda sig fyrir vondum veðrum. Snöggir, nettir hundar, sem voru nógu viðráðanlegir og greindir til að vinna í hóp reyndust vera heppilegastir fyrir Chukchi fólkið. Þeir urðu að vera harðgerir, ákafir vinnuhundar, sem hefðu næga skynsemi til að leysa skyldustörf sín vel af hendi og varast að flækjast ekki í dráttartaumunum. Chukchi fólkið mat hunda sína það mikið að þau tóku þá oft inn á heimilið og urðu þeir oft miklir vinir barna þeirra. Þetta hefur án efa orðið til þess að auka blíðlyndi og mannelsku hundanna. Mikilvægustu eiginleikar Chukchi hundanna var eðlishvöt þeirra og þörfin til að hlaupa næstum endalaust. Chukchi fólkinu tókst að rækta hund, sem uppfyllti öll þessi skilyrði og er Siberian Husky okkar tíma afkomandi þessarra hunda. Saga Chukchi hundsins og tilurð ræktunar Siberian Husky er tengd mörgum sögulegum atburðum, einkum í Rússlandi. Á 18. öld hófu Rúsnesskir kósakkar að marsera yfir Siberíu í landvinningum og til að ná auðlindum landsins aðallega loðfeldum. Flestir íbúar þessa norðlæga svæðis voru frumstæðir ættflokkar sem gátu lítt keppt við vopnaða rússneska hermenn. Chukchi fólkinu tókst samt sem áður að sporna við hernámi Rússanna vegna þess að sleðahundarnir þeirra veittu þeim forskot. Þó að þeir gætu ekki barist, gátu þeir flúið með góðum árangri. Chukchi fólkið var vant Síberísku veðráttunni en Rússarnir ekki og margir dóu úr kulda.

Chukchi fólkið neyddu kósakkana til að hætta við áform sín um landvinninga í Norður-Síberíu. Þeir lokkuðu Rússnesku hermennina í fjallaskarð þar sem þeir áttu sér enga undankomuleið. Chukchi fólkið stráfelldi Rússnesku hermennina með því að nota spjót og hvassa steina. Rússarnir gáfust síðar upp og yfirgáfu þetta landsvæði. Chukchi fólkið og hundarnir þeirra lifðu friðsamlega í Síberíu árum saman eftir þessa atburði. Þegar nítjánda öldin nálgaðist uppgötvuðu kaupmenn frá Alsaska Chukchi hundana og fluttu nokkra hunda inn til norðvestur Alaska og gáfu þeim nafnið Siberian Husky. Þessi innflutningur varð síðar mjög mikilvægur í ræktun tegundarinnar. Snemma á tuttugustu öldinni féll Rússneska keisaradæmið og við tóku Kommúnistar, sem hétu því að uppræta alla stéttarskiptingu. Í kringum 1930 komu herjir Kommúnistanna á heimskautasvæðið. Sökum þess hve Chukchi fólkið mat hundana mikils höfðu þeir sem tekist hafði að rækta bestu hundan orðið ríkir foringjar. Slíkt féll ekki Kommúnistum í geð og voru þessir menn ýmist fangelsaðir eða drepnir. Á nokkrum árum dó Chukchi hundurinn út í Síberíu. Í Alaska varð Siberian Husky fljótlega vinsæll sleðahundur. Fyrsta sleðakeppni sem vitað er að Siberian Husky hafi tekið þátt í var „All-Alaska“ sleðakeppnin 1908. Þeir urðu í 3. sæti. Fyrsti sleðaekillinn sem varð frægur fyrir að nota Siberian Husky í sleðakeppnum var Leonhard Seppala, norðmaður sem hafði áskotnast hóp vel þjáfaðra Huskía sem höfðu upphaflega átt að flytja Rald Amundsen til Norður-Pólsins. Þegar leiðangrinum var aflýst vegna fyrri heimstyrjaldarinnar eignaðist Seppala hundana. Næstu árin voru Seppala hundarnir ósigrandi í öllum sleðakeppnum sem þeir tóku þátt í. Í janúar 1925 urðu Seppala og hundar hans heimsfrægir fyrir að flytja af miklu harðfylgi lyf mörg hundruð mílna veg í vonsku veðri til fólks sem þjáðist af barnaveiki. Upp frá þessu urðu Siberian Husky ákaflega vinsælir um allan heim. (samantekt og þýðing gerð 2005 af HH)

Siberian husky er ekki hundur fyrir alla.  Hann er mjög sjálfstæður, gerir yfirleitt bara það sem hann vill, strokgjarn, getur illa verið laus úti í náttúrunni og alls ekki í nálægð við kindur,  fer mikið úr hárum, þarf mikla hreyfingu, til að vera ánægður og er mjög félagslyndur, þannig honum lætur illa að vera lengi einn.
En hann er fallegur, skemmtilegur, mannelskur, sérlega barngóður, lítil sem engin lykt af honum, geltir lítið, frábær félagi í útivist, svo sem í gönguferðum, hjólreiðum, á gönguskíðum og flestir huskyhundar elska að draga sleða.