Archive for the ‘Fréttir’ Category

Múla hundur ársins 2022

Múla hundur ársins 2022 var þessi flotti hundur                                                      Gígur2022
Múla Gígur, í 2.sæti var mamma hans Múla Tara
og í 3.sæti var bróðir hans Múla Jökull.
Gaman að barnabarn og barnabarnabörn Elds
míns séu að enn að gera það svona gott.
Ég óska Þórdísi innilega til hamingju með Gíg
sinn og hlakka til að fylgjast með þeim á nýju
ári.  Gígur varð 8 ára í október sl.

Siberian Husky rakki

Þessi fallegi hreinræktaði Siberian Husky rakki úr gotinu þeirra                                                           Grái rakkinn
Smoke og Fífu er falur á gott heimili.
Áhugasamir hafi samband í icelandichusky@gmail.com

Hvolpar fæddust 5.nóvember

Hreinræktaðir Siberian Husky hvolpar fæddir hjá                                                            fífa med hvolpa
Fjallsins ræktun.
Foreldrar eru: CANCh AMCH ISCh Snowmist’s Up In Smoke   
og Fjallsins Fífa, fyrsta got Smoke á Íslandi.
Þau eru bæði með gott geðslag og góðir sleðahundar
Upplýsingar í icelandichusky@gmail.com

Afmæli í október

24.október urðu Gígur og Myrkva formlegir öldungar (8 ára)                                            Gígur og Myrkva
Þau eru spræk og ætla bæði að mæta á nóvembersýningu HRFI
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigandanna Þórdisar,
Kára og Guðrúnar

————————————————————————————————————————————————————————————-

 

 

 

26.október varð gotið undan Zoe og Atlasi 8 ára öldungar
Innilegar hamingjuóskir til Máneyjar, Inari, Jakobínu og
Denali og eigenda þeirra. IMG_0328

Fjallsins Klettur

Klettur gerði það heldur betur gott á október sýningunni      Klettur
Hann vann ungliðana og fékk seinna ungliðastigið sitt
Hann er því orðinn ungliðameistari
Hann vann ungliða tegundahóp 5
Hann var einnig 3.besti rakki tegundar
Klettur verður hjá Snow Dogs í vetur í þjálfun

Alls konar

Ég hef verið mjög löt við að setja á heimasíðuna þetta árið.       311705426_10227884614689776_7317802660949320354_n
Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast.
Nokkrir Múlahundar hafa eðlilega dáið á þessum tíma,
enda margir orðnir nokkuð fullorðnir.
Mörg afmæli sem ég hef ekki sett upplýsingar á síðuna.
En hjá mér varð Perla 7 ára 5.sept. sl.
Í júlí sl. flutti ég inn 2ja ára rakka, Am Can Snowmist
Up in Smoke.  Smoke er mjög fallegur og skemmtilegur
karakter, en aðeins óöruggur í nýjum aðstæðum.
Það gengur mjög vel að venja hann með hópnum.
Smoke fór á sína fyrstu sýningu á Íslandi 8.okt. sl.
Hann vann rakkana og fékk íslenskt meistarastig og
er þar með orðinn Íslenskur meistari.
Það verður spennandi að fylgjast með Smoke á næstu
árum.
Það er von á hvolpum undan Smoke í nóvember,
sjá undir got hér á síðunni.

 

Afmæli hvolpanna undan Perlu og Krapa

11.maí urðu hvolparnir ú draumagotinu hans Steina                                                     IMG_8188
4ra ára.
Ég óska Kalda, Frosta, Kul, Völvu, Loka og Snæ og
eigendum þeirra innilega til hamingju með þessa
gullmola. Snær minn bara hress og kátur á
afmælisdaginn.

Afmæli í apríl 2022

Hvolpar úr got Töru og Reyks eiga afmæli í dag 25.apríl,                                                                                                 got töru og Reyks
4ra ára snillingar
Innilegar hamingjuóskir með afmælið Jökull, Nótt, Klaki
Héla, Jaki og Logi og eigendur þeirra.
Tara mamma biður að heilsa.

 

 

 

——————————————————————————————————————————————————————————————————————

 

Bless Zoe For Star´n Nordica varð 10 ára 19.apríl sl.                                                                                         Zoe 10 ára
Hún hefur verið aðeins dauf í vetur en undanfarið er
hún hress og kát og leikur sér við ungu rakkana hér eins
og enginn sé morgundagurinn.

11 ára afmæli

Í dag eru þessi gull undan Múla Ösku       afmæli29.mars
og ISCH CANCH Wolfriver´s Ice
Thunder Kanuck 11 ára.
Taran mín fær dekur í dag og ég
óska Þrumu, Lara Craft og Eldi og
eigendum þeirra innilega til hamingju
með afmælið.

Aldursforseti Múlaræktunar

Í dag er Múla Garri 14 ára.                                                                                                    Garri 13 ára
Hann er undan Shapali´s Remembering
Romance „Rómu“ og Heimskauta Dögunar
Stormi.
Garri býr í góðu yfirlæti á Spáni.
Ég óskar honum, Ólínu og Bjössa  með
afmælið.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir