Múla Lara Croft:

Eigandi: Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir
Lara var sýnd í hvolpaflokk á haustsýningu HRFÍ 2011.
Hún fékk góða umsögn, heiðursverðlaun og var í 4. sæti í sínum flokki.
Múla Þruma:

Eigandi: Steindór V. Sigurjónsson
Þruma fór frá okkur 8 vikna en kom svo til baka í febrúar 2012 og hefur verið hjá okkur síðan
Þruma er mjög klár og opnar allt eins og mamma sín.  En hún er hlýðin og skemmtileg tík
Henni hefur gengið afar vel á sýningum og er komin með eitt íslenskt meistarastig og eitt
alþjóðlegt.  Hún er einnig duglegur sleðahundur og hefur gengið vel í keppnum.
Þruma átti einn hvolp 2.maí 2014 – Múla Kríu – rauð falleg tík.
Múla Eldur:

Eigandi: Alexz Karls
Eldur var sýndur tvisvar í hvolpaflokki og fékk góða umsögn og heiðursverðlaun,
var í 3.sæti á ágústsýningu 2011 en þótti of stór í nóv. 2011.
Hann er góður sleðahundur
Múla Tara:
Eigandi: Steindór V. Sigurjónsson
Tara var sýnd einu sinni í hvolpaflokki, fékk góða umsögn, heiðursverðlaun og var í 5. sæti í sínum flokki.
Á febrúarsýningu 2012 fékk Tara excellent og meistaraefni og varð í 2. sæti í ungliðum
Á ágústsýningu 2012 fékk Tara excellent og meistaraefni, vann ungliðana og varð síðan 2. best tík tegundar með vara CACIB
Töru hefur alltaf gengið vel á sýningum.  Hún er einstaklega ljúf tík, sem semur við alla og mikil kelirófa.
Hún er einstaklega góð ræktunartík, hefur lítið fyrir því að fæða hvolpa og er mjög góð mamma.

Tara átti 6 falllega hvolpa 9.júlí 2013
Svo átti hún öllum á óvörum tvo fallega hvolpa 24.október 2014
Múla Askja:
Eigendur: Sigrún Herdísardóttir og Hreiðar Hreiðarsson.
Askja dó í slysi 4ra mánaða og var eigendum sínum mikill harmdauði.